Börn nota leiksilki á margan hátt og eru eingöngu bundin af eigin ímyndunarafli. Sum börn nota silkið sem vatn og láta báta sigla á því, sem eld undir potta, sem skikkju þegar þau eru ofurhetjur, sem skuplu eða strekkja silkið milli tveggja stóla og búa þannig til töfrandi himin.
Af hverju elska börn leiksilki?
- Það nýtist í opinn leik - þar sem hugmyndaflugið fær lausan tauminn
- Áferðin er mjúk og þægileg
Með því að gefa barni leiksilki örvar þú hugmyndaflug þeirra og hjálpar þeim að skapa sinn eiginn heim.
Stærð: Stórt 89 x 89 cm, litið 54 x 54 cm
Leiksilkið er framleitt úr léttu (5 momme) 100% silki.
Silkið er litað með eiturefnalausum, umhverfisvænum litum. Öryggisprófað samkvæmt amerískum og evrópskum stöðlum.
Silkið skal handþvo með mildu sjampói eða uppþvottalegu úr volgu vatni. Hengið til þerris, og strauið á meðalhita til að framkalla glansáferð á ný.